Bræðurnir Massimiliano Cameli og Matteo Cameli eru gestakokkar Kolabrautarinnar á Food & Fun í ár, dagana 28. febrúar – 4. mars 2018.

Ásamt fjölskyldum sínum reka þeir m.a. veitingastaðinn Al Vecchio Convento, í þorpinu Portico di Romagna, í grösugum hlíðum Appeníafjalla við landamæri Toskana, milli Flórens og Ravenna.

Matargerðin á Al Vecchio Convento samanstendur af ferskum hráefnum frá skóglendi svæðisins: villisvín, dádýr, sveppir, kastaníuhnetur, villtar jurtir, jarðsveppir, ólívuolía og vín, svo dæmi séu nefnd.

Við hlökkum mikið til að taka á móti þessum frábæru kokkum.

Al_Vecchio_Convento-2013_027 (002)