RIVER CAFE X KOLABRAUTIN

Við erum sérstaklega stolt að segja frá því að yfirmatreiðslumeistarinn á River Cafe í London til 14 ára, Joseph Trivelli, tekur yfir eldhús Kolabrautarinnar 8-11 október. Hann mun bera fram ítalskan mat eins og honum er einum lagið.

River Cafe London

Árið 1987 opnuðu tvær konur, þær Ruth Rogers og Rose Grey, með enga matreiðslumenntun og litla reynslu af veitingahúsum einn mikilvægasta veitingastað London til dagsins í dag. River Cafe ber fram árstíðabundin, einfaldan og nútímalegan ítalskan mat. Veitingastaðurinn er sannkölluð stofnun og hefur haft ómæld áhrif á matreiðslu um allan heim.

1998 fékk staðurinn Michelin stjörnu, staðurinn er óformlegur með afslappað andrúmsloft þar sem einfaldur ítalskur matur er aðdráttarafið. Veitingastaðurinn hefur reglulega verið valinn einn af 50 bestur veitingastöðum í heimi frá því að hann opnaði.

Á staðnum hafa margir frábærir og heimsfrægir kokkar starfað og numið, þar má nefna April Bloomfield, Jamie Oliver, Hugh Fearnley-Whittingstall og Theo Randall. Jamie Oliver var einmitt uppgvötaður í sjónvarpsþætti River Cafe og fékk í framhaldi sinn eigin sjónvarpsþátt, Naked Chef, og varð í kjölfarið frægasti kokkur Bretlands.

Matreiðslubækur River Cafe hafa selst í yfir milljónum eintaka.

Helgina 8-11 október kemur yfirmatreiðslumeistarinn á River Cafe til 20 ára, Joseph Trivelli, til að taka yfir eldhús Kolabrautarinnar og bera fram ítalskan mat að hætti River Cafe.

Headway_0104_Patricia_Niven